Þjónusta

Samningsbundin möt
Þegar útgefendur gera samning við Reitun er gerð ítarleg greining á lánshæfi þeirra og lagt er mat á þá þætti sem hafa áhrif á greiðslufall og væntar endurheimtur. Greinendur hitta stjórnendur og aðra viðeigandi starfsmenn og hafa aðgang að öllum þeim gögnum sem æskileg eru við gerð lánshæfismats.

Reitun uppfærir samningsbundin möt tvisvar sinnum á ári auk þess sem útgefendur skuldbinda sig til að tilkynna Reitun ef atburðir eiga sér stað sem geta haft áhrif á lánshæfismatið. Reitun gefur í kjölfarið út álit ef það á við. 

Ítarlegar greiningarskýrslur eru birtar opinberlega m.a. á heimasíðu Reitunar og hjá Kauphöllinni ef skuldabréf útgefenda eru skráð.  

Skuggamöt

Skuggamöt eru gerð til þess að mæta eftirspurn fjárfesta eftir lánshæfismati útgefenda sem ekki hafa gert samning við Reitun. Skuggamat byggir eingöngu á opinberum upplýsingum, þ.e. sömu upplýsingum og fjárfestar hafa aðgang að. Því er meiri óvissa fólgin í skuggamati heldur en í samningsbundnu mati þar sem greinendur hafa ekki tækifæri til að sannreyna ákveðna þætti sem eru æskilegir við gerð matsins.

Skuggamöt eru ekki birt opinberlega.

Sértæk verkefni

Reitun tekur að sér sértæk verkefni sem eru sérsniðin að þörfum einstakra viðskiptavina. Meðal slíkra verkefna eru ráðgjöf og greiningar sem ekki eru birtar opinberlega en aðilar nýta við innri vinnu t.d. við fjármögnun eða mótun áhættustefnu. 

Áhættumat skuldabréfasafna

Reitun metur útlánaáhættu (e. credit risk) eignasafna. Þá er vænt tap safns metið út frá meðallíftíma, gjaldþrotalíkum og væntum endurheimtum hvers skuldabréfs í safninu.