UFS áhættumöt

UFS áhættumat, gerir grein fyrir hvernig fyrirtæki standa frammi fyrir áhættum sem snúa að umhverfis- og félagsþáttum, og stjórnarháttum.  UFS mat er framkvæmt fyrir hönd fjárfesta og er gerð á útgefendum verðbréfa. Fjárfestir nýtir matið til að veita félögum í eignarsafni sýnu eftirfylgni með framþróun þess í UFS málum. Matið getur jafnframt gagnast öllum félögum, skráðum jafnt sem óskráðum, sem vilja fá nánari innsýn inn í frammistöðu þeirra í UFS málum.

UFS mat byggir á opinberum gögnum ásamt ítarlegri upplýsingum sem veitt eru af félaginu ef samstarfsvilji er fyrir hendi. UFS áhættumat eru eingöngu birt aðilum í þjónustu hjá Reitun. Frekari upplýsingar má fá með því að senda tölvupóst á netfangið [email protected] eða hringja í síma 533-4600.