Fréttir

 

September 09, 2020

UFS áhættumat og niðurstöður á Landsbankanum

Reitun hefur unnið að þróun UFS reitunar sl. 2 ár og hefur nú metið rúmlega 30 félög. UFS-áhættumat Reitunar leggur mat á hvernig fyrirtæki standa sig í þeim þáttum sem lúta að umhverfis- og félagsþáttum og stjórnarháttum, og gefur þeim einkunn.  Reitun er fyrsti innlendi aðilinn sem býður upp á slíka þjónustu til fjárfesta sem nýtist þeim við fjárfestingarákvarðanir. Margir aðilar hafa komið að mótun aðferðafræðinnar, sem þarf að vera skýr og taka mið af innlendum aðstæðum, en ekki síður þeim línum sem erlend UFS-matsfyrirtæki vinna eftir.

Erlendis hefur verið mikill vöxtur í slíkum greiningum. Góð niðurstaða úr slíku mati er mikið styrkleikamerki sem tekið er tillit til við lána- og fjárfestingarákvarðanir. Einnig getur það haft jákvæð áhrif á birgja, hluthafa og aðra hagsmunaaðila.

Innlendir fjárfestar eru að tileinka sér þessar nýju áherslur hratt og hafa margir sett sér markmið og mótað sér stefnu í þeim efnum. Rekstraraðilar þurfa því í vaxandi mæli að taka tillit til þessara þátta og nýta þau tækifæri sem þau gefa samhliða þeim jákvæðu áhrifum sem það hefur gagnvart umhverfi og samfélagi.

Landsbankinn er meðal þeirra sem hafa farið í gegnum greiningu og fá framúrskarandi niðurstöður.  Endar bankinn í A flokki og deilir þeirri einkunn með einum öðrum útgefanda. Skarar bankinn og hinn útgefandinn því nokkuð fram úr þessum þáttum á íslenskum markaði.

Tilkynning á vef Landsbankans má finna hér. 

Til baka