Um Reitun

Reitun ehf er fyrirtæki sem stofnað var árið 2010 og sérhæfir sig í greiningum á lánshæfi útgefenda á íslenskum skuldabréfamarkaði.

Ávinningur lánshæfismats er margvíslegur.  Fjárfestar gera víða kröfu um að útgefendur skuldabréfa gangist undir mat óháðs matsfyrirtækis áður en farið er í útgáfu. Lánshæfismat bætir því aðgengi útgefenda að skuldabréfamarkaðnum og bætir kjör þeirra þar sem með greiningu og mati eykst þekking og óvissa minnkar. Á sama hátt gerir aukin þekking fjárfesta á útgefanda þeim auðveldara að meta áhættu. Lánshæfismatsfyrirtæki byggja sín möt m.a. á trúnaðarupplýsingum og er það skylda útgefenda að fela engar mikilvægar upplýsingar fyrir matsaðilanum.

Heiti fyrirtækisins, Reitun, er dregið af enska orðinu „Rating“ og þýðir mat eða flokkun.  

Reitun er í nánu samstarfi við IFS Greiningu til að byrja með en til stendur að auka aðskilnað smám saman.

Vinsamlegast hafðu samband ef þú hefur áhuga á meiri upplýsingum.

Sími: 533 4600

Heimili: Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík

Tengiliðir: Ólafur Ásgeirsson eða Þórður Jónsson