Skuggamöt

Skuggamöt eru gerð til þess að mæta eftirspurn fjárfesta eftir lánshæfismati útgefenda sem ekki hafa gert samning við Reitun. Skuggamat byggir eingöngu á opinberum upplýsingum, þ.e. sömu upplýsingum og fjárfestar hafa aðgang að. Því er meiri óvissa fólgin í skuggamati heldur en í samningsbundnu mati þar sem greinendur hafa ekki tækifæri til að sannreyna ákveðna þætti sem eru æskilegir við gerð matsins.

Hér að neðan má sjá yfirlit yfir þau félög sem Reitun hefur framkvæmt skuggamat á en þau eru flokkuð eftir því hvernig starfsemi viðkomandi aðila er. Skuggamöt eru ekki birt opinberlega en nálgast má frekari upplýsingar með því að senda tölvupóst á netfangið reitun@reitun.is eða hringja í síma 533-4600.