Aðferðafræði

Aðferðafræði við greiningar


Stuðningur við ákvarðanatöku

Markmið IFS er að vera eitt að leiðandi greiningarfyrirtækjum landsins og veita viðskiptavinum okkar virðisskapandi þjónustu.

Greiningarþjónusta IFS byggir á útsendu efni, greiningarfundum og samtölum í síma. Áhersla er lögð á heilstæða þjónustu þar sem allir þessir þættir fá að njóta sín sem best. Okkar mat er að mikill munur er á því að fá einungis útsent efni og þess að fá heilsteypta greiningarþjónustu. Útsent greiningarefni eitt sér nær ekki þeirri yfirsýn sem þjónustan í heild sinni veitir. Við leggjum  áherslu á að okkar viðskiptavinir nýti sér sem best fundi og spjall.

Stuðningur við ákvarðanatöku er okkar verkefni. Þjónustan getur verið misumfangsmikil, allt frá einföldum stuðningi með áskrift að efni, yfir í fulla útvistun á greiningarverkefnum .

Efnahagsmál

Greining íslenskra efnahagsmála er fyrsta skref okkar greiningarvinnu. Þar er stuðst við þjóðhagsspár Seðlabanka Íslands í stað þess að halda úti umfangsmikilli spálíkanagerð og tilheyrandi kerfum. Forsendur, niðurstöður og röksemdir eru hins vegar teknar til gagngerrar skoðunar og því getur mat IFS verið annað en Seðlabankans þó svo að verið sé að byggja á niðurstöðum Seðlabankans. Verðbólguspá IFS byggir hins vegar á sjálfstæðum verðkönnum okkar. Stöðu vöktun á markaði er okkur mikilvæg og við bregðumst við mikilvægum fréttum og hagtölum.

Skuldabréf

Skuldabréfagreining IFS byggir að grunni til á okkar mati á efnahagshorfum, verðbólguspám og framboðs og eftirspurnarliðum.. Því til viðbótar eru mikilvægt að rækta góð tengsl við markaðsaðila, útgefendur, kaupendur og viðskiptavaka til að átta sig á flæðisupplýsingum. Markaðsinnsæi er mikilvægur þáttur fjárfestingarákvörðunar. Því er lögð vaxandi áhersla á að efla þann þátt sem mest. Fyrst og fremst er farið yfir það á smærri fundum með viðskiptavinum.

Hlutabréf

Hlutabréfagreining IFS byggir að grunni til á sjóðsstreymisgreiningu, auk þess sem stuðst er við kennitölusamanburð. Við verðmat hlutabréfa er mikið lagt upp úr góðum tengslum við skráð félög og þannig byggður upp farvegur fyrir upplýsingamiðlun og fagleg tengsl. Reynt er að tryggja sem best sanngjarna og hlutlausa greiningu á viðkvæmum viðfangsefnum. IFS er ekki að miðla fjármálasamningum og eru greiningar því ekki með þeim áherslum. Það eru fjárfestar sem eru helstu notendur greininganna og greiða fyrir þjónustuna. 

Því má segja að greiningarnar séu kaupendadrifnar en fyrst og fremst er þó reynt að hafa þær faglegar, vel rökstuddar og hlutlausar.Grunngreiningar eru mikilvægur þáttur vinnu okkar hvort sem það snýr að efnahagsmálum, mörkuðum eða verðmötum. Reynt er að fylgjast með óstaðfestum fréttum og hafa á bak við eyrað án þess að það vegi of þungt. Reglulega er heyrt í öðrum greinendum og markaðsaðilum til að öðlast betri sýn á ákvörðun annarra og fá sem besta þekkingu á flæðisupplýsingum.

Hópvinna mikilvæg

Hópstarf er mikilvægur þáttur greiningarvinnu IFS. Flestar greiningar eru ræddar á einhverjum tímapunkti í hópstarfi þannig að sem breiðust samstaða náist um röksemdir og niðurstöður. Oft er það þó þannig að einn greinandi skrifi greininguna á endanum en það gerist vart að ekki sé búið að ræða greiningu í stærri hóp og að hún sé ekki lesin yfir að öðrum greinanda áður en hún send út.

Öflugt teymi

Útgefið efni IFS Greiningar er með áherslum á íslensk efnahagsmál, markaði og verðmöt hlutafélaga. Greiningarteymi IFS samanstendur af 5-8 starfsmönnum auk þess sem aðrir starfsmenn bætast í hópinn þegar þess gerist þörf. 

  • IFS
  • Suðurlandsbraut 24
  • 108 Reykjavík
  • Sími: 533 4600
  • Fax: 533 4601
  • ifs@ifs.is