Callout_C.png (45711 bytes)

Reitun fréttir » View all

Sep21

Óbreytt lánshæfismat Kópavogsbær

Mat Reitunar á lánshæfi Kópavogs er i.AA2 með stöðugum horfum. Einkunn er óbreytt frá fyrra ári. Kópavogur er annað stærsta sveitarfélag landsins með ríflega 35 þúsund íbúa og staðsett við hlið höfuðborgarinnar. Árleg fjölgun íbúa er að jafnaði 2-4%. Sveitarfélög eru hluti hins opinbera kerfis og byggja þau afkomu sína að mestu á skatttekjum. Nokkuð bjart er framundan í fjármálum sveitarfélagsins að öðru óbreyttu þar sem efnahagshorfur eru almennt nokkuð góðar, góð eftirspurn hefur verið eftir lóðum fyrir nýbyggingar og innviðir Kópavogs eru traustir. Mikilvægt er hins vegar að haldið verði vel utan um kostnað og fjárfestingar og að áfram verði gætt aðhalds í rekstri. Fjárhagsstaðan styrkist áfram. Skuldakennitölur hafa farið hratt batnandi og á árinu 2017 fór skuldaviðmið Kópavogsbæjar niður í 133% og er undir viðmiði Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga (EFS). Markmiðið að fara undir viðmiðið náðist tveimur árum fyrr en áætlanir höfðu gert ráð fyrir og er Kópavogsbær laus undan eftilrliti EFS.
Sep07

Lánasjóður sveitarfélaga -uppfært lánshæfismat

Niðurstaða Mat Reitunar á lánshæfi Lánasjóðs sveitarfélaga (LS) er áfram í efsta flokki með einkunnina i.AAA með stöðugum horfum. Lánshæfismatið er óbreytt frá síðustu uppfærslu.
Sep07

Uppfært lánshæfismat á Búseta - i.AA3 með jákvæðum horfum

Reitun birtir nú uppfært mat á lánshæfi Búseta og er það i.AA3 með jákvæðum horfum sem er breyting frá síðasta mati sem var i.AA3 með stöðugum horfum. Fjárhagsstaða félagsins er traust, áætlanir stjórnenda hafa gengið eftir, eftirspurn eftir eignum er góð og fjármögnun hefur gengið vel. Veðrými hefur aukist vegna hækkunar á fasteignamati umfram áhvílandi skuldir. Það ásamt öflugri lagaumgjörð er einnig grunnur einkunnarinnar. Þegar við bætist að flestar fjárhagskennitölur hafa batnað milli ára gerir horfur félagsins jákvæðar. Markaðsstaða, fjárhagsstaða, gæði eigna, reynsla og stjórnendur eru allt jákvæðir áhrifaþættir. Hins vegar eru mikil umsvif og uppbygging og stækkun eignasafns stór framkvæmdalán til endurfjármögnunar á döfinni og slíkt veldur ákveðinni óvissu meðan á stendur en styrkir félagið til lengdar. ...

Skuldabréfaútgáfur » View all

September 21

Óbreytt lánshæfismat Kópavogsbær

Mat Reitunar á lánshæfi Kópavogs er i.AA2 með stöðugum horfum. Einkunn er óbreytt frá fyrra ári. Kópavogur er annað stærsta sveitarfélag landsins með ríflega 35 þúsund íbúa og staðsett við hlið höfuðborgarinnar. Árleg fjölgun íbúa er að jafnaði 2-4%. Sveitarfélög eru hluti hins opinbera kerfis og byggja þau afkomu sína að mestu á skatttekjum. Nokkuð bjart er framundan í fjármálum sveitarfélagsins að öðru óbreyttu þar sem efnahagshorfur eru almennt nokkuð góðar, góð eftirspurn hefur verið eftir lóðum fyrir nýbyggingar og innviðir Kópavogs eru traustir. Mikilvægt er hins vegar að haldið verði vel utan um kostnað og fjárfestingar og að áfram verði gætt aðhalds í rekstri. Fjárhagsstaðan styrkist áfram. Skuldakennitölur hafa farið hratt batnandi og á árinu 2017 fór skuldaviðmið Kópavogsbæjar niður í 133% og er undir viðmiði Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga (EFS). Markmiðið að fara undir viðmiðið náðist tveimur árum fyrr en áætlanir höfðu gert ráð fyrir og er Kópavogsbær laus undan eftilrliti EFS.

September 03

Uppfært lánshæfismat Orkuveitu Reykjavíkur. Horfur breytast í jákvæðar.

Mat Reitunar á lánshæfi Orkuveitu Reykjavíkur er i.AA3 með jákvæðum horfum. Horfur breytast því úr stöðugum í jákvæðar. Einkunn lánshæfismatsins er óbreytt að öðru leyti. Árið 2017 var fyrsta heila rekstrarár Orkuveitu Reykjavíkur að loknu Planinu. Árangur verkefnisins reyndist umtalsvert betri en þau markmið sem sett voru. Áframhaldandi aðhald og eftirfylgni áætlana hefur verið í kjölfar verkefnisins. Stjórnendur hafa undanfarin ár náð miklum árangri í að byggja upp fjárhagslegan styrk Orkuveitunnar. Dregið hefur úr skuldsetningu og markaðsáhættu, fyrirtækið starfar í talsvert betra rekstrarumhverfi, fjárhagskennitölur hafa batnað til muna og félagið hefur gott aðgengi að fjármagni. Auk þessara þátta liggur til grundvallar einkunninni að svigrúm er til að hækka gjaldskrá ef þess gerist þörf, sterkt regluverk og meiri hluti tekna tilheyrir sérleyfisrekstri og eigendur félagsins hafa reynst vera traustir bakhjarlar þess. Til þess að bæta lánshæfi sitt enn frekar þarf Orkuveitan að halda áfram á þeirri braut, sem verið hefur að draga úr skuldsetningu og markaðsáhættu, styrkja og viðhalda bættri lausafjárstöðu, standa við arðgreiðsluskilyrði sem stjórn hefur sett sér og tryggja áframhaldandi aðgengi að fjármálamörkuðum.